Er eðlilegt að neyðarpillan hafi svona mikil áhrif?

728

Ég tók neyðarpilluna fyrir u.þ.b. 3vikum. Ég hafði verið á blæðingum vikuna fyrir en 2 dögum eftir að ég tók hana byrjaði ég aftur á blæðingum.
Skv. tíðarhringnum mínum á ég að vera á blæðingum núna en er það ekki. Er eðlilegt að pillan hafi svona mikil áhrif?

Já það er eðlilegt að neyðarpillan rugli í tíðarhringnum fyrst á eftir.  Þetta er nokkuð magn af hormónum og getur það haft áhrif á blæðingar næstu vikur.  Ég  ráðlegg þér samt sem áður að taka þungunarpróf til öryggis.  Betra að vera viss og neyðargetnaðarvörnin er ekki alveg 100%

Endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja nánar um þetta eða annað.  Bestu kveðjur. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar