Ég tók neyðarpilluna fyrir u.þ.b. 3vikum. Ég hafði verið á blæðingum vikuna fyrir en 2 dögum eftir að ég tók hana byrjaði ég aftur á blæðingum.
Skv. tíðarhringnum mínum á ég að vera á blæðingum núna en er það ekki. Er eðlilegt að pillan hafi svona mikil áhrif?
Hæ
Já það er eðlilegt að neyðarpillan rugli í tíðarhringnum fyrst á eftir. Þetta er nokkuð magn af hormónum og getur það haft áhrif á blæðingar næstu vikur. Ég ráðlegg þér samt sem áður að taka þungunarpróf til öryggis. Betra að vera viss og neyðargetnaðarvörnin er ekki alveg 100%
Endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja nánar um þetta eða annað. Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?