Er eðlilegt að svíði undan sveppalyfjakremi á kynfærasvæði ?

57

Er eðlilegt að svíði undan sveppalyfjakremi á kynfærasvæði ?

Já það getur sviðið fyrst eftir að byrjað er á meðferðinni.  Það ætti að lagast eftir 2-3 daga, oft fyrr en það.  Slímhúðin getur verið orðin svo sár eftir sýkinguna að það svíður þegar kremið er borið á og stundum getur kláði og einkennin aukist aðeins fyrst en þá er mikilvægt að gefast ekki upp og halda áfram meðferð.   Það er samt mikilvægt að hafa í huga að það er séns á að þú þolir ekki eitthvað af innihaldsefnum kremsins þannig að ef sviðinn er mjög mikill og lagast ekki á 2-3 dögum þá skaltu hætta að nota það og fá ráðleggingar læknis.  Það eru til aðrar meðferðir við sveppasýkingu (töflur) en lang oftast virka kremin fljótt og vel.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar