Er eðlilegt að það blæði og er vont að stunda kynlíf?

314

Hæhæ, ég er á óreglulegum blæðingum eða mínar eru þannig að ég byrja alltaf á svipuðum tíma og get svo bara sleppt við blæðingarnar í nokkra mánuði. Allavegna það byrjaði að blæða smá við samfarir (ekki í fyrsta skiptið) og ég veit ekki alveg afhverju. Það er búið að vera mjög oft vont að stunda kynlíf seinustu skipti. Mér er búið að klæja mikið þarna niðri. Ég held að þetta gæti verið sveppasýking. Er eðlilegt að það blæði og er vont að stunda kynlíf? Og ef eg er með sveppasýkingu hvernig get ég losnað við hana?

Það er mikilvægt að komast að því sem fyrst hvað sé vandamálið hjá þér.  Þetta gæti verið sveppasýking ef það er kláði og sviði og hvít útferð.  Þú færð lyf við sveppasýkingu í apótekinu, það eru til stílar sem á að setja í leggöngin og krem.  Þessi lyf heita Pevaryl eða Canesten.  Þú getur keypt þetta í apótekinu án þess að hafa lyfseðil frá lækni.

Ef það er séns á að þetta sé kynsjúkdómur, ef þú ert að sofa hjá án þess að nota smokk og ef þið hafið stundað kynlíf með öðrum en hvort öðru þá gæti þetta verið annarskonar sýking.  Þá þarftu að fara til læknis.  Þú getur farið á heilsugæsluna og fengið tíma hjá hjúkrunarfræðing eða lækni.  Einnig gætir þú pantað þér tíma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í tékk.  Ef þið hafið bara verið með hvort öðru þá er sveppasýking líklegust og þú prófar meðferð við því.  Það er mikilvægt að sá sem þú stundar kynlíf með noti kremið líka því sveppasýking getur smitast á milli og ef hann notar ekki kremið þá getur hann smitað þig aftur þó hann sé ekki með einkenni.

Ef þú hefur ekki notað getnaðarvarnir þá ættir þú að taka þungunarpróf líka til öryggis þar sem þú getur ekki séð það út frá blæðingum hvort líkur séu á óléttu (þar sem þær eru óreglulegar).  Þú ættir svo að spá í hvaða getnaðarvarnir gætu verið málið fyrir þig ef þú ert ekki byrjuð á vörnum nú þegar.  Smokkurinn er þó eina vörnin við smiti kynsjúkdóma.

Faðu vel með þig.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar