Er eðlilegt að það líði alltaf 2 mánuðir á milli blæðinga?

236

Er eðlilegt að það líður alltaf 2 mánuðir á milli blæðinga alveg síðan ég byrjaði á blæðingum ?

Hæhæ

Nei það er ekki eðlilegt, eðlilegur tíðarhringur er 28 dagar þannig að eðilegar blæðingar ættu að koma einu sinni í mánuði. Ef það líða alltaf tveir mánuðir á milli hjá þér þá ert þú eiginlega bara að hafa blæðingar i annað hvert skipti.  Það þarf þó alls ekki að vera merki um að nokkuð sé að. Tíðarhringurinn stjórnast af hormónum, egglos ætti að vera á um fjórtánda degi og svo blæðingar 14 dögum síðar nema auðvitað ef kona verður ólétt.

Það er spurning hvað gæti verið að hafa þessi áhrif á hormónin þín og hvort þú finnir fyrir einhverju öðru, t.d. miklum túrverkjum, blæðir mikið/lítið, eymsli í brjóstum. 
Þetta fer líka svolítið eftir hvað þú ert gömul, ef þú ert yngri en 16 til dæmis þá er líklegt að hormónastarfsemin sé ekki komin í jafnvægi og því blæðingar ekki reglulegar. Svo eru sumar konur sem að fá aldrei reglulegar blæðingar og samt er ekkert að.

Ef þú ert eldri en 16 ára þá ráðlegg ég þér að ræða þetta við heilsugæslulækni eða kvensjúkdómalækni. Bara til að fara yfir málin og vera viss um að allt sé ok.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar