Er ég í einhverri hættu?

562

Mér var illt í bakinu og tók tvær panodil zapp og þrjár íbofen og tvær paratabs og eina vóstar. Ég gerði það með smá milli bili og var hræddur og for og lét mig kasta upp. Er ég í einhverji hættu og hvað á ég að gera núna?

Þú ættir ekki að vera í hættu eftir þetta, en þetta getur valdið álagi á lifrina þína.  Þú ættir aldrei að taka meira en tvær Panodil í einu (s.s. 1 gram), athugaðu að það eru mörg lyf sem heita ekki það sama en hafa saman innihaldefni, eins og Panodil, paratabs, panodil Zapp, Tylenol ofl.  Það ætti aldrei að taka meira ein 1 gram í einu og ekki oftar en á 4 klst fresti, eða fjórum sinnum á sólarhring.

Íbúfen og Vóstar eru líka í sömu lyfjafjölskyldu og ætti helst ekki að taka saman.  Þú gætir fengið illt í magann.  Ekki taka meira en 600mg. af Íbúfen í einu og láta líða 4-6 klst á milli.

Þar sem þetta gerðist bara í eitt skipti þá ætti að vera allt í lagi, þú passar þig vel á þessu næst og ef svo fer að þú ert óöruggur með eitthvað sem þú tekur inn getur þú hringt í 1700 eða í eitrunarmiðstöðina í síma 543-2222.  Eða fengið samband í gegnum 112.  Betra að vera viss og taka enga sénsa.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar