Mér líður eins og ég sé að fá átröskun. Ef maður getur orðað það þannig. Ég er á 16 ári og borða 1-2 á dag því ég neyðist til þess þegar ég borða, borða ég mjög lítið og mér líður mjög illa þegar ég borða því mér líður eins og ég muni fitna á því. Ég passa mjög mikið að fara ekki yfir x margar kaloríur á dag. Eins og ég nefndi er ég á 16 ári og er 161 cm og 47,7 kg.
Mbk.
Hæ
Ef þér líður ekki vel og finnst þú hafa miklar áhyggjur þá skaltu endilega ræða það við einhvern sem þú treystir. Gerðu það fljótlega. Best er ef þú treystir þér til að ræða þetta við foreldra og færð þeirra aðstoð við að fá viðtalstíma hjá ráðgjafa eða lækni. Ef þú treystir þér ekki til að ræða þetta við foreldra gætir þú leitað ráða hjá skólahjúkrunarfræðingi. Einnig gætir þú pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni og þú átt rétt á trúnaði þar.
Það er erfitt að segja til um hvort þetta sé átröskun eða ekki án þess að ræða málin vel. En átröskun er alvarlegur sjúkdómur og því fyrr sem þú færð aðstoð því meiri líkur eru á því að þú náir þér fljótt og vel. Ég hvet þig því til að fá ráðgjöf sem allra fyrst og ræða þessa líðan við einhvern og fá stuðning.
Endilega skrifaðu aftur ef þessi ráð gagnast þér ekki.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?