Er eigingirni neikvæð

    83

    Sko ég er búin að vera að pæla í þessu frekar lengi, en ef maður hugsar um það er eigingirni það slæm, er þetta ekki nokkurs konar sjálfsást, það er ekkert sem segir að ef maður er eigingjarn þá hugsi maður ekki um aðra, maður hugsar bara fyrst um sig, Síðan aðra.

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Áhugaverð pæling hjá þér.

    Eigingirni virkar einmitt sem voða neikvætt orð en þarf ekki að vera það. Það getur verið hollt að vera smá eigingjarn stundum.

    Það er talað um að eigingirni sé það þegar fólk hugsar eingöngu um sjálfa/n/t sig án þess að spá í öðrum.

    Að gefa og gefa getur dregið úr manni andlega og er mikilvægt að setja sig stundum í fyrsta sætið. Það er því kannski hægt að segja að það sé í lagi að vera eigingjarn á virðingarfullan hátt. Það þarf auðvitað að sýna öðrum tillitsemi og ekki traðka á öðrum sér til framdráttar.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar