Er einhver leið til að losna við bóner

313

Ég er 15 ára og alltaf með bóner sem ég fæ ekki af neinni ástæðu eins og t.d þegar ég fer í sturtu, eða þegar ég legg mig, en oftast er það þegar ég er í almenningi (skólanum, út í bæ o.s.frv) sem er mjög vandræðalegt.
Er einhver leið til að losna við bóner eða/og stjórna hvenær maður fær hann ???

Obbosí, þetta er eitthvað sem getur verið erfitt að hafa stjórn á.  Eina ráðið er að reyna að hafa stjórn á hugsunum þínum, þannig að þú reynir að hugsa um eitthvað sem er alls ekki sexí, málið að reyna að stoppa hugann í að hugsa sexí hugsanir.  Því miður lítið annað til ráða.  Þetta er í raun svo eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir.  Ég skil samt að þú viljir ekki að þetta blasi við öllum.  Hendur í vösum hafa oft hjálpað til við að fela gæjann.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar