Er einhver séns á því að ég sé ólétt?

217


Ég stundaði óvarið kynlíf fyrir nokkrum dögum en hann fékk það ekki inn í mig og ég byrjaði á túr í dag, er einhver séns á því að ég sé ólétt?
Fyrirfram þakkir!

Ef þú ert á blæðingum þá er ólíklegt að þú sért ólétt.  En ef þú hefur samfarir án getnaðarvarna þá er alltaf smá séns, hvort sem hann fær það inn eða ekki.   Þú skalt bara sjá til, ef það koma fram einhver einkenni, ógleði, aum brjóst eða ruglingar á blæðingum þá skaltu taka þungunarpróf.

Bestu kveðjur og mundu eftir smokkinum næst. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar