Er feimin við að spýrja mömmu um ráð.

246

Hæ eg er 13-14 ára stelpa, eg hef rakað mig undir höndunum i pinu tíma og held að mamma viti af þvi en veit ekki hvernig a að spyrja hana um t.d. Raksapu( eða er ekki betra að nota þannig?er lika mjög vandræðaleg persóna og finnst oþæginlegt að tala um allt svona) og fleira þannig tengt. Sérstaklega lika þvi eg er að fara fermast braðum og verð i ermalausum kjól svo… og lika þótt eg raki mig þa er húðin þar alltaf aðeins dekkri eru einhver ráð við þvi og lika hvernig eg a að spyrja hana hehhh

Sæl,

eins og þú kannski veist þá var mamma þín einu sinni 14 ára líka og veit nokkurn vegin hvað þú ert að ganga í gegnum. Hún er pottþétt meira en til að ræða þessi mál við þig. Foreldrar vilja gjarnan bíða eftir að börnin þeirra spyrji sig þessara spurninga í stað þess að troða sér í þeirra einkalíf. Þú ert á miklum mótunarárum í þínu lífi og það er gott að hafa mömmu á hliðarlínunni til að spyrja spurninga um hitt og þetta.

Með raksturinn. Já, notaðu raksápu ef þú ert að skafa. Húðin undir höndunum virkar aðeins dekkri hjá eiginlega öllum og lítið við því að gera.

 

Gangi þér vel, til hamingju með ferminguna og talaðu við mömmu þína!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar