Hæ, eg er 17ára gömul. Var að velta fyrir mér , getur maður farið í check fyrir klamydiu an þess að foreldri viti af . Og myndi forráðamaðurinn fá sendan póst/ fá símhringingu frá lækninum ef maður væri síðan með?
Hæ
Þú átt rétt á trúnaði á heilsugæslunni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma. Foreldrar fá ekki að vita af rannsókninni né niðustöðu frekar en þú vilt. Það er þinn réttur.
Pantaðu þér tíma hjá lækni eða hjúkurnarfræðingi á þinni heilsugæslu (gætir líka pantað símatíma) eða pantaðu viðtal á göngudeild húð og kynsjúkdóma, s. 5436050.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?