Hæhæ!
Ég er 12 ára stelpa sem langar að spyrja stutta spurningu. Ég er ekkert rosalega ánægð með líkaman minn og er svolítið á eftir í kynþroska þ.e.a.s. er með miklu minni brjóst og jafnaldrar og er ekki byrjuð á blæðingum en er búin að vera á útferð eða eitthvað þannig í ca. ár. Allar vinkonur mínar eru miklu þroskaðari(líkamlega) en ég og spyr ég nú, er hægt að flýta kynþroska? Með fyrirfram þökk:)
Hæ
Það er hægt að hafa áhrif á kynþroskann með því að fá meðferð hjá lækni en það er aldrei gert nema það sé algjörlega nauðsynlegt.
Í þínu tilfelli þá er það ekki þannig og ekkert sem þú getur gert sjálf til að flýta fyrir þessum þroska. Þú ert enn svo ung og engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að þetta fari ekki allt að gerast. Líkaminn þinn mun breytast mikið á næstu árum og þú skalt hugsa vel um hann með því að borða hollt og hreyfa þig. Brjóstastærðin getur verið allskonar þannig að stór brjóst fylgja ekki endilega með þó fullum kynþroska sé náð. Blæðingarnar koma þegar kroppurinn er tilbúinn og ég ráðlegg þér ekkert að stressa þig með það.
Farðu vel með þig.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?