Er hægt að kaupa hettuna á Íslandi?

629

Hæhæ,
Er hægt að kaupa hettuna á Íslandi? Hef heyrt að hún sé ófáanleg hérna en hef ekki fundið neina upplýsingar um það. Ef ekki, er til einhver önnur hormónalaus getnaðarvörn en smokkurinn sem hentar ungum konum sem ekki hafa átt börn? Er ekki hrifin af að vera að breyta náttúrlegri hormónastarfsemi líkamans og langar að prófa eitthvað annað en smokkinn.

Ég veit því miður ekki um apótek sem selja hettuna en hún er seld í netsölu hér:  http://lucina.is/product/caya-hettan/

Þú getur líka pantað hana erlendis frá  (T.d. http://contragel.co.uk/diaphragms.html )  

Passaðu bara að hún sé rétt upp sett og það er ráðlagt að nota sæðisdrepandi krem með hettunni til að auka öryggið. Hér er grein um hettuna sem birtist á vefnum okkar sem gæti reynst gagnleg: https://attavitinn.is/heilsa-kynlif/getnadarvarnir/hettan

Annars er það smokkurinn sem er í boði, góða við hann er auðvitað vörnin gegn kynsjúkdómum og er hann eina vörnin gegn þeim leiðindum.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar