Er hægt að tengja þyngdaraukningu við pilluna?

358

Hæhæ, ég er 20 ára og byrjaði a Pillunni Erlibelle fyrir 9 mánuðum síðan. Nuna undanfarna 2 mánuði hef eg bætt a mig 7 kg en hef einnig verið að hreyfa mig mun meira og borða hollara a þessum tíma. En fyrir 3 mánuðum flutti eg til Danmerkur og  eg finn það a mer og a buxunum að eg er búin að fitna og langaði mig að spyrja hvort það se hægt að tengja þetta við pilluna?

Það má alveg tengja smá þyngdaraukningu við pilluna en ekki mörg kíló.  Við erum að tala um kannski 1-2 kg.  Þó ekkert sé hægt að fullyrða og auðvitað misjafnt hvernig hormónalyf virka á hvern og einn.  Það er líklegra að skýringuna sé að finna í mataræðinu þó þú upplifir að þú sért að borða hollara.  Kannski eru einvherjar kaloríur í hollustunni sem þú ert ekki að átta þig á.  Einnig er mikilvægt að muna að vöðvar eru þyngri en fita og ef þú hefur verið dugleg í ræktinni þá getur kílótalan farið upp á við amk. svona fyrst um sinn.  Stærri vöðvar brenna meiru þannig að það verður að passa að horfa ekki um of á kílóatöluna.
Ef þú finnur ekki aðra skýringu en pilluna þá gæti verið ástæða fyrir þig að skipta um tegund og sjá hvort eitthvað breytist.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar