Er hægt að reka nemanda úr HÍ ef hann fellur of oft. T.d ef hann skráir sig í líffræði fellur í nánast öllu á fyrsta ári, skráir sig svo í lögfræði fellur í öllu, skiptir yfir í viðskiptafræði og fellur í nánast öllu o.s.frv er nemandinn á einhverjum tímapunkti rekinn fyrir að falla of oft?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Námsárangur er í þínum höndum og er ekki kvóti á því hversu oft er hægt að skrá sig í nám. Það er ekki svo að þú sért rekin/n fyrir að prófa þig áfram. Sumir eiga bara einfaldlega erfitt með nám og erfitt með að ákveða hvað þau vilja leggja fyrir sig.
Ef þú ert sífellt að falla í áföngum eru hins vegar allar líkur á að þú komist ekki í gegnum síur þar sem þær eru til staðar – eins og í lögfræði.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?