Er hægt að verða ólett án þess að stunda kynlíf?

  144


  Ég hef verið að æla oft á dag núna í nokkra daga og get varla fundið lykt né sett neitt uppí mig án þess að kúgast. Hef varla borðað í viku núna en samt er maginn minn með alveg kúlu sem er alveg hörð.
  ég hef verið óeðlilgega þreytt og sofið á milli þess sem ég æli. Ég er ekki með covid og finnst þetta ekki eins og venjuleg ælupest. og næ ekki sambandi við lækna útaf covid ogsvona. Ég er á mínu 17 ári og er mögulega að spyrja fáránlega spurningu en ég fékk bara enga kynfræðslu eða neina fræðslu tengdu einhverju svona.
  ég hef ekki stundað kynlíf á þessu ári en pælinginn er, er hægt að verða ólett án þess að stunda kynlíf? pottþét heimskuleg spurning en vonandi í lagi að spyrja.

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Allar spurningar eiga rétt á sér svo engin spurning er heimskuleg. Við erum hér til að svara öllu milli himins og jarðar.

  Ef þú hefur ekki verið kynferðislega virk ertu ekki ófrísk.

  Það er þó leitt að heyra að heilsan sé í ólagi og mælum við hiklaust með að þú fáir tíma hjá lækni, jafnvel þó þér sé búið að batna núna. Það er gott að geta fengið svör við hvað það er sem amaði að.

  Gangi þér vel og við óskum þér góðrar heilsu.

  Mbk.
  Áttavitinn.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar