Það er rosa sæt stelpa með mér í bekk sem ég er hrifinn af en eg er ekki að þora að segja frá því. Er bara hræddur um að fá einhver slæm eða vandræðaleg viðbrögð. Hvað get ég gert til að ná athygli hennar. Eru þið með einhver góð ráð til þess að spyrja hvort hún vilji koma á deit?
Hæ
Hvað eigið þið sameiginlegt? Gæti verið gott að byrja þar. Eruð þið að æfa sömu íþrótt, þekkið þið sama fólkið. Gætir þú sent henni skilaboð, bara svona „hæ“. Viltu koma með að kaupa ís..eða í bíó. Byrja bara á því að kynnast betur. Eða t.d. ef þú veist að hún er góð í einhverju að biðja hana að hjálpa þér…t.d. í efnafræði eða eitthvað þannig. Gætir hrósað henni, flott hár eða skór og gefa þannig í skyn að þér finnist hún flott. Sjá hvaða viðbrögð þú færð. Ef þið þekkið sama fólkið þá gætir þú reynt að koma því þannig fyrir að þið farið að hanga meira saman svo þið getið kynnst betur. Svo er það spurning að kíla á það og segja henni bara að þú sért hrifinn af henni og hvort hún vilji koma á deit…
Gangi þér vel og það er betra að prófa þó það mistakist heldur en að sjá eftir að hafa ekki reynt..
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?