Er í lagi að fara og fá sprautuna einum degi fyrir að það eru komnir 3 mánuðir?

197

Hæhæ eg var að velta fyrir mer hvort það væri i lagi að fara og fá sprautuna einum degi fyrir að það eru komnir 3 mánuðir? Er buinn að fá sprautuna einu sinni.
Langar einnig að spyrja því núna eru brátt að líða 3mánuðir og eg er að fara sprautuna í annað skiptið er eðlilegt að vera með stanslausa túrverki og mér liður eins og það sé egglos?

Já það er í fínu lagi þó þú fáir sprautuna degi fyrr.   Það geta verið aukaverkanir en stanslausir túrverkir og leiðindi í þrjá mánuði er ansi mikið.  Ég ráðlegg þér að ræða það við lækninn þinn hvort þessi getnaðarvörn sé kannski ekki málið fyrir þig áður en þú færð sprautuna aftur.  Ef þetta er ekki alveg kolómögulegt þá gætir þú líka gefið þessu séns í þrjá mánuði í viðbót, þú verður eiginlega að meta það sjálf.  Aukaverkanir láta yfirleitt undan á þessum tíma, en þá ertu auðvitað að taka sénsinn á þessari vanlíðan í þrjá mánuði til…

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar