Er í lagi að kreista bólur á andliti sem eru með gröft?

623

Er í lagi að kreista bólur á andliti sem eru með gröft? Ég er með tvær frekar stórar graftarbólur og er að fara í afmæli á morgun… Maður heyrir alltaf að maður eigi ekki að kreista bólur en er það ekki bara ef ekki er komin gröftur í þær? Ef ég ætti ekki að gera það, hvað mælið þið með?
Ég er nokkuð viss um að þessu verði ekki svarað svona fljótt en væri samt gott að vita þetta í framtíðinni…

Ef það er kominn hvítur nabbi á bóluna þá má hleypa greftri út.  Það á ekki að þurfa mikil átök til.  Ekki kreista fast.  Það getur verið gott að taka bréfþurrkur og halda sitt hvoru megin við bóluna og kreista létt.  Ef það er kreist fast þá getur sýkingin orðið verri, smitast í vefina í kringum bóluna, komið bólga og svæðið orðið rautt.   Það er gott að halda við heitum bakstri, heitum þvottapoka eða bómul þannig að húðin opni sig og auðveldara sé að hleypa greftrinum út.  Svo ætti að þurrka yfir með hreinu köldu eða volgu vatni til að loka húðinni aftur.

Hér er smá fræðsla og leiðbeingar af youtube ef þú vilt skoða það.. https://www.youtube.com/watch?v=FPCT8IW4Tx0

Bestu kveðjur, gangi þér vel og vonandi var gaman í afmælinu 🙂


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar