Er í vandræðum með að koma mánabikarnum upp í leggöngin

229

Er í vandræðum með að koma mánabikari upp í leggöngin.

Um daginn keypti ég mér mánabikar. Ég hef aldrei notað svona áður og mjög sjaldan túrtappa því mér finnst óþægilegt að koma þessu fyrir. Hvernig á ég að snúa mér í þessu? Ég reyndi að koma þessu í gegnum legganga opið áðan en það bara tókst ekki, ég braut upp á hann og notaði vatn til að reyna að gera þetta auðveldara en það virkaði bara ekki :/ Mig langar virkilega að byrja að nota svona af umhverfis ástæðum og hentugleika en bara næ ekki að koma honum neitt upp. Á ég að reyna að ýta honum upp þrátt fyrir að finna til? Vonandi getið þið gefið mér einhver ráð eða bent mér á eitthvað til að hjálpa mér 🙂

Ekki þröngva bikarnum upp ef þú finnur til.  Þú gætir prófað að nota sleipiefni, t.d. KY gel sem fæst í apótekinu, ja eða hvaða sleipiefni sem er.  Svo er mikilvægt að slaka vel á.  Prófaðu að hafa annan fótinn upp á klósettinu eða baðkarsbrúninni, brjóttu svo bikarinn vel saman og settu hann varlega inn.  Hann þarf ekki að fara hátt upp.  Það gæti þurft að stytta litla typpið sem kemur niður úr bikarnum.  Það eru góðar upplýsingar um þetta hér, myndir og myndband (engar áhyggjur, ekkert dónó):

https://attavitinn.is/heilsa-og-utlit/stelpuhorn/alfabikarinn
https://www.youtube.com/watch?v=H_O-X9EQfRw

Vona þetta hjálpi.  Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar