Er lefyrilegt fyrir almenning að reka svokallaða pírataútvarpsstöð eða „pirate radio station“ á lágum krafti?
Góðan daginn.
Samkvæmt mínum skilningi þá eru svokallaðar pírataútvarpsstöðvar stöðvar sem starfa án hefðbundinna leyfa.
Þar af leiðandi er svarið nokkuð einfalt, ef þú færð ekki leyfi fyrir og úthlutaða þar til gerða útvarpstíðni til útsendinga þá er það ekki leyfilegt.
Hinsvegar búum við á áhugaverðum tímum þegar kemur að tæknilegum úrlausnarefnum fyrir þá sem hafa áhuga á að miðla sínu efni til almennings. Hægt er að senda út á Youtube, Facebook í gegnum Twich og þannig mætti líklegast lengi halda áfram.
Höfundarréttarlög gilda um útsendingar á höfundarskildu efni og þarf að tilkynna slíkt til t.d STEF, sem gætir að höfundargreiðslum til tónflytjenda.
Þér gæti þótt áhugavert að renna í gegnum reglugerð um tímabundin leyfi um útvarp eða Útvarpslög
Við vonum að þetta aðstoði þig eitthvað.
Kær kveðja,
Áttavitinn Ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?