Er maður ekki lengur hrein mey ef maður hefur stundað sjálfsfróun?

737

Hæhæ. Ég er með þrjár spurningar.
Er maður ekki lengur hrein mey ef maður hefur stundað sjálfsfróun, með því að fara með putta inn í leggöngin? Ef maður sefur hjá einstakling getur hann fundið hvort maður hefur sofið hjá áður? Og síðan var ég líka forvitin hvort kvensjúkdómalæknar geta séð hvort maður hafi stundað kynlíf eða ekki?

Fyrirfram þakkir!

Þetta með að vera hrein mey og meyjarhaftið er pínu flókið mál… Meyjarhaftið getur rifnað án þess að þú finnir nokkuð fyrir því t.d.  við að nota túrtappa, við sjálfsfróun eða í íþróttum.  Stundum blæðir þegar meyjarhaftið rifnar en ef það gerist t.d. þegar þú ert á blæðingum verður þú ekki vör við neitt.  Einnig getur það rifnað án þess að það blæði.  Kvensjúdómalæknar geta séð hvort meyjarhaftið sé farið eða ekki, en þeir geta ekki séð hvernig það gerðist s.s. hvort það gerðist við að typpi fór inn í leggöngin eða eitthvað annað. Einnig geta einstaklingar sem þú stundar kynlíf með ekki fundið hvort þú hefur gert það áður eða ekki.

Ég hef enga skilgreiningu á því hvað þarf að ganga langt í kynlífi til að segja að maður hafi misst meydóminn, eða hvort kona sé hrein mey eða ekki.  Mér finnst að konan sjálf verði bara að meta það fyrir sig. Þetta með að vera hrein mey þar til typpið hefur farið ákveðið langt inn í leggöngin og meyjarhaftið rifnað er kannski bara ekki góður mælikvarði á hvort stelpan sé hrein mey eða ekki, því það er hægt að ganga ansi langt í kynlífi án þess að typpið fari nokkurntíma inn. Það er skilgreiningar atriði hvort þetta snúist um samfarir eða hvað, eru t.d. stelpur sem stunda kynlíf með öðrum stelpum hreinar meyjar?

Vona þetta svari spurningunni þinni, annars skaltu endilega skrifa aftur.

Kveðjur frá tótal.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar