Er mikil hætta á óléttu ef óvarin kynmök standa yfir mjög stutt? Er hægt að fá kynsjúkdóm ef hvorugur aðilinn hefur stundað kynlíf með öðrum?

384

Ég er unglings strákur og ég og kæro erum búin að ríða nokkuð oft með smokk en ákvaðum að prófa að gera það bara í örsnögga stund án smokks bara til að prófa, og ég ætlaði að tjekka hvort það væru nokkuð miklar líkur á að hún verði ólétt??? (og aukarspurning) er hægt að fá kynsjúkdóm ef hvorugt okkar hafði riðið neinum öðrum áður?

Það er enginn séns á kynsjúkdómi ef þið hafið ekki stundað kynlíf með öðrum.
Það er séns á óléttu þó þið hafið samfarir bara stutta stund án þess að nota getnaðarvörn.  Það er erfitt að segja til um hve miklar líkur því það er svo margt sem hefur áhrif.  En það getur komið út vökvi úr typpinu áður en fullnæging verður og sá vökvi getur innihaldið sæði.  Þessvegna er séns á óléttu þó að typpið sé tekið út áður en gaurinn fær það. 
Endilega notið smokkinn eða ræðið við lækni eða hjúkurnarfræðing á heilsugæslunni um getnaðarvarnir.  Ekki taka sénsinn.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar