Mig langar að stunda kynlíf í fyrsta skipti með einum manni sem ég er að hitta en mig langar ekki að fara á pilluna út af því að það ruglar svo mikið í hormónunum í líkamanum hef ég heyrt. En mig langar samt alls ekki að verða ólétt… Hvað get ég gert í þessu, er nóg að nota bara smokkinn í fyrsta skiptið?
Hæ
Smokkurinn er nokkuð örugg getnaðarvörn ef hann er rétt notaður. Það verður að passa upp á að loft myndist ekki í honum þegar hann er settur á og fara eftir leiðbeiningum. Það er líka hægt að bæta við sæðisdrepandi kremi sem hægt er að fá í apóteki.
Ef þetta er fyrsta skipti þá skiptir bara máli að fara varlega og vera viss um að þetta sé eitthvað sem þið bæði viljið. Vera svo dugleg að tala saman um hvað þið viljið gera og hlusta á hvort annað.
Gangi þér vel
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?