Er orðin svo áhyggjufull yfir því að eitthvað sé að eða að ég sé ófrjó ??

229

Ég er 15 ára og eg hef ekki farið á pilluna né stundað kynlíf. Samt hef ég ekki farið á túr í 9 mánuði. Núna er mars 2016 og ég var seinast á blæðingum í sumar 2015. Mig langar að fara til kynsjúkdómalænis og fara í skoðun eða eitthvað svoleiðis til að vera viss um að ekkert sé að. Ég bý í reykjavík þannig að hvert get ég farið í tjékk til kynsjúkdómalæknis?? Er orðin svo áhyggjufull yfir því að það sé eitthvað að eða að ég sé ófrjó ??

Þú getur pantað þér tíma á göngudeild húð-og kynsjúdóma í síma 5436050.  Það er ókeypis og þú skalt endilega panta þér tíma sem fyrst, það er þó helst ef þú hefur áhyggjur af því að vera með kynsjúkdóm (ef þú ert farin að stunda kynlíf).   Einnig getur þú pantað þér tíma hjá kvensjúkdómalækni eða rætt við þinn heilsugæslulækni.

Hvað sem þú velur þá skaltu panta tíma sem fyrst.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar