Er öruggt að sleppa smokk við kynlíf ef að hún er á pillunni

815

Ég og kærastan mín erum búin að vera saman í um 1 og hálft ár. Hún byrjaði á pillunni fyrir um það bil 10 mánuðum. Er öruggt fyrir okkur að stunda kynlíf og fyrir mig að fá það í hana án þess að nota smokk og an þess að eiga hættu á því að hún verði ólétt?
Ef ekki sé ég bara voðalega lítin tilgang fyrir því að fara á pilluna og einungis aukaverkanir fylgja því líkt og stórar skapsveiflur, minni kynhvöt og stress fyrir því að gleyma að taka hana sem er að minu mati ekki þess virði.

Hæhæ
Pillan er nokkuð örugg getnaðarvörn en því miður ekki 100% örugg. En tilgangur hennar er einmitt þessi sem þú nefnir, að fólk sem þekkir hvort annað og veit að það mun ekki smitast af kynsjókdómum, þá er hún getnaðarvörn til þess að geta sleppt smokknum. Það á að standa í fylgiseðlinum hvenær sú tegund pillunar er orðin örugg en hún á að vera orðin það eftir þetta langan tíma. Á meðan það hefur ekki gleymst að taka pilluna og leiðbeiningum hennar fylgt þá ætti hún að vera orðin örugg getnaðarvörn. En eins og við segjum, engin getnaðarvörn er 100% örugg.

Gangi ykkur vel


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar