Er skylda að láta þá sem maður gæti hafað smitað af kynsjúkdómum vita?

334

Ef það kemur jákvætt á klamidiu tékki er þá skylda að hringja í aðilann sem maður svaf hjá? og hvernig virkar það ef þú ert með klamidiu? þarf maður að fá lyf? og hvað kosta þau?

Það er skylda að láta alla vita sem mögulega gætu verið smitaðir.  Þú þarft samt ekki að gera það sjálf frekar en þú vilt.  Þú þarft að gefa upp nöfnin svo hægt sé að hafa samband og boða fólk í tékk. 

Klamydía getur verið einkennalaus en oft koma fram einkenni eins og kláði, útferð, vond lykt, sviði við að pissa.  Það er best að fara í tékk reglulega ef þú stundar óvarið kynlíf.  Allra best er auðvitað að nota bara smokkinn og þurfa ekki að pæla í þessu.

Það er ókeypis að fara í Klamydíu tékk og það er greint með þvagprufu.  Þú getur pantað og göngudeid húð- og kynsjúkdóma eða einfaldara er líklega að fá tíma hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í þínu hverfi og fá að skila inn prufu.  Þú færð svo símatíma læknis þegar niðurstöður eru komna og meðferð ef þú þarft.   Meðferðin er einnig ókeypis.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar