Er sniðugt að fitna til að fá brjóst?

278

Ég er 14 ára stelpa en ég er trans. Mér langar að fitna til þess að það liti út eins og ég sé með brjóst. Hvernig geri ég það og er það sniðugt?

Það er því miður ekki hægt að stjórna fitusöfnun á líkamanum.  Sum okkar fitna mest á maganum, önnur á lærunum eða rassinum.  Ef þú ert transstelpa þá reikna ég með að þú sért komin í eitthvað ferli hjá sérfræðingum varðandi það.  Í því ferli eru hormónagjafir og mögulega aðgerðir sem breyta líkamanum.  Ég er hrædd um að það hjálpi þér lítið að reyna að fitna, það er ekki víst að það setjist á „rétta“ staði og gæti verið óhollt fyrir þig.  Ræddu þetta við foreldra og lækninn þinn.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar