Sæl
Er það eðlilegt að fá mikinn hausverk við sjálfsfróun? Er líka eðlilegt að þurfa að liggja til að fá fullnægingu og kreppa alla vöðva í kálfum og lærum
Kv
Hæ
Það þarf ekkert að vera að þó þú þurfir að liggja og spenna vöðvana í fótunum til að fá fullnægingu, og þó það sé þannig núna þá þarf alls ekki að vera að það verði alltaf þannig. Ég sé á fyrirspurninni að þú ert enn fremur ungur og margt getur breyst með reynslunni, að prófa sig áfram með stellingar og aðferðir. Það er leitt að fá höfuðverk við sjálfsfróun og líklega er skýringin sú að blóðþrýstingur hækkar og getur valdið höfuðverk, það getur líka haft áhrif ef þú spennir axlir og vöðvana aftan hálsinum þá sérstaklega ef þú ert með vöðvabólgu í herðunum. Pórfaðu að drekka vel af vatni og hreyfa þig, jafnvel snúa handleggjum í nokkra hringi áður en þú fróar þér. Sjá hvort það hljálpar. Það gæti verið góð hugmynd að biðja skólahjúkrunarfræðing að mæla blóðþrýstinginn hjá þér bara til öryggis.
Ráðlegg þér allavega að passa vel upp á að drekka nóg af vatni og að hreyfa þig reglulega, það gæti hjálpað bæði við spennu í vöðvunum og við höfuðverk. Láta tékka á blóðþrýsting hjá skólahjúkkunni eða næst þegar þú ferð til læknis.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?