Er til einhvað krem sem lætur ör græða?

526

Er til einhvað krem sem lætur ör græða?

Því miður þá veit ég ekki til þess að það sé krem sem minnkar ör og pottþétt ekki sem lætur ör hverfa. Það hjálpar að nota feit krem meðan örið er nýtt (sár nýlega gróið) til að mýkja húðina.  Það er þó til laseraðgerð eða stundum er gerð skurðaðgerð ef ör eru stór eða ljót.  Það væri best að ræða við lækni á heilsugæslunni, húðsjúkdómalækni eða lýtalækni.   Ég veit að það eru til mörg ráð,s.s. nota E vítamín olíu, Aloa vera og allskonar á ör en þú getur ekki verið örugg með að það breyti neinu.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar