Er til eitthvað krem eða lyf fyrir sveppasýkingu á kynfærum í apóteki ?
Hæ,
já þú færð keypt krem og stíla fyrir leggöng í apótekinu án lyfseðils. Kremin heita Canesten eða Pevaryl. Einnig hægt að fá krem sem heitir Daktacort. Endilega skoðaðu leiðbeiningar vel og fylgdu ráðlagðri meðferð. Notaðu kremið þar til einkennin hverfa og svo í 3-4 daga umfram það. Þá losnar þú við sveppasýkinguna. Ef þú ert ekki viss í apótekinu fáðu þá viðtal við lyfjafræðing til að fá ráð.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?