Er til svipað fyrirbæri og Hitt Húsið/Áttavitinn fyrir 26-35 ára eða 26+ ára aldurs?

52

Halló, ég er 27 ára strákur/karlmaður. Og er búinn að skoða Hitt Húsið og Áttavitann sem mér finnst virkilega flott fyrirbæri og er virkilega nauðsynlegt.

En ég sé að ég fell ekki inn í skilgreininguna að að sækja Hitt Húsið eða Áttavitann því ég er eldri og það er tekið skýrt fram að þetta er fyrir 16-25 ára. Þá langar mér að spyrja:

Er til svipað fyrirbæri og Hitt Húsið/Áttavitinn fyrir 26-35 ára eða 26+ ára aldurs?

Ég er að spurja því ég sé ekki að það er svona fyrirbæri á mínum aldri og langar virkilega að kynnast fólki á mínum aldri en ég er ekki búinn að finna mína ástríðu hvað mig langar að gera í lífinu.

Sæll og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Það er því miður ekkert úrræði eins og Hitt Húsið í boði hér á landi fyrir eldri en 25 ára.

Tilvalin staður að hitta nýtt fólk er til dæmis í ræktinni eða öðrum íþróttum/útivistarhópum. Nám getur einnig verið góður staður til að kynnast nýjum hópum ásamt sjálfboðaliðastarfi og mismunandi vinnustöðum. Ef þú hefur áhuga á námskeiðum gæti Dale Carnegie verið góður staður fyrir þig að kynnast nýju fólki og efla samskiptahæfni þína. Einnig eru námskeið hjá KVAN fyrir fullorðna sem þú getur kíkt á. Ég set slóðirnar meðfylgjandi. Síðan er auðvitað hægt að skrá sig á allskonar námskeið eins og til dæmis jóganámskeið, sundnámskeið, dansnámskeið o.s.fl.

Það eru einnig til margir Facebook hópar sem halda utan um hittinga hjá fólki eldri en 25 ára. Flestir snúa sér að ákveðnum hópum eins og hlaupahópum, tölvuleikja hópum o.s.fl. Ég mæli með að leita af hópum sem eru samhliða áhugamálunum þínum.

Ég vona að þér gangi vel!

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans

https://island.dale.is/einstaklingar/dale-carnegie-namskeidid/

https://kvan.is/kvan-fyrir-fullordna/

 

 

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar