Er undarlegt að hrífast af örum?

226

Hæ, Ég er 16 ára stelpa og ég er með hrifning fyrir örum. Mig langar að fá fleiri ör, ekki út af þvi að ég er sjálsfvígshugsi heldur bara það að mér finnst þau vera flott/falleg, ég hef fullt af örum nú þegar út af slysum en ég er byrjuð að hafa meiri áhuga á þeim. mig langar t.d. að fá ör yfir nefið og augabrúnina.
Er þetta undarlegt eða ekki?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Ör geta verið heillandi og eru ákveðin karaktereinkenni á þeim sem bera þau. Þannig að það er ekkert að því að finnast ör flott. En t.d. sjálfsskaði er ekki eðlilegur. Ef þú ert að hugsa um að skaða þig þannig að það komi ör þá þarftu að fá aðstoð. Sjálfsskaði eða sjálfsskaðandi hegðun er þegar einstaklingur meiðir sig viljandi til þess að takast á við tilfinninganlegan sársauka eða kvíða. Sjálfsskaðandi hegðun er ekki heilbrigð og viðkomandi þarf að leita sér hjálpar, sem og annarra leiða til að takast á við sársaukann og líðanina. Sjálfsskaðandi hegðun er yfirleitt ekki komin til vegna sjálfsvígshugsana, en sjálfsskaðinn getur þó farið úr böndunum og orðið lífshættulegur.

Ég er t.d. með ör í andliti eftir fall í æsku sem mér finnst nokkuð flott en það er „náttúrulegt“ ör. 

Til að svara spurningu þinni: Áhugi á örum er alls ekki undarlegur en það er ekki eðlilegt að búa til örin sjálf.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar