Er útferðin hjá mér alveg eins og hún á að vera?

215

Hef aldrei stunađ kynlíf, en hef áhyggjur af þvi ađ útferđin hjà mèr sè ekki eins og hún á ađ vera, hún er stundum glær en oft kemur smá hvítur litur i hana er þađ eđlilegt? Þori ekki ađ spyrja mömmu mína um þetta ef þetta er ekki einhvađ sem gengur og gerist….hjálp


Það er alveg eðlilegt að útferðin sé misjöfn, það fer eftir hormónaframleiðslunni og er hún breytileg eftir því hvar í tíðarhringnum þú ert.  Eðlilegt útferð er ljós, glær, hvít eða ljósgul og ekki með sterkri lykt.  Ef að þín er ljós og stundum hvít þá er það fullkomlega eðlilegt.  Stundum þykknar útferðin vegna sveppasýkingar en þá fylgir oftast með kláði eða særindi.  Ef þú hefur engin önnur einkenni en hvíta útferð þá ertu í fínu lagi og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.
Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar