Er venjulegt að æla þegar maður er á túr?

  487

  Ég hef síðastliðið fundið fyrir miklum og óþæginlegum túrverkjum en aðallega bara fyrsta daginn sem blæðingarnar byrja og ég finn að verkirnir fara versnandi eftir hvern hring en síðast þegar fyrri dagur á blæðingum byrjaði var mér óglatt og kastaði upp og missti matarlyst og varð bara veik og þurfti að taka frí frá skóla, er það venjulegt?

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Sumir upplifa því miður töluvert verri einkenni á blæðingum en aðrir og getur komið fyrir að uppköst fylgi. Miklir verkir geta valdið ólgu í maganum og í kjölfarið verða uppköst.

  Ef verkir eru að versna með hverjum tíðahring og þú ert að kasta upp getur verið sniðugt að heimsækja kvensjúkdómalækni og útiloka að um endómetríósu sé að ræða. Endómetríósa er nefnilega frekar algengur sjúldómur og leggst á 1 af hverjum 10 einstaklingum sem fæðast í kvenmannslíkama.

  Algeng einkenni eru:

  • Sársauki: í kviðarholi, við blæðingar (mikill), fyrir blæðingar, við egglos
  • Óeðlilegar blæðingar: langar, miklar, óreglulegar, með brúnni útferð fyrir og eftir, milliblæðingar
  • Verkir: við blæðingar eða egglos í mjóbaki eða niður eftir fæti, í kviðarholi milli blæðinga, við eða eftir kynlíf, tendir þvagblöðru, tengdir ristli eða þörmum
  • Í meltingarvegi: hægðatregða, niðurgangur, uppblásinn magi, ógleði, uppköst
  • Ófrjósemi og erfiðleikar: við að verða barnshafandi
  • Síþreyta
  • Stundum eru einstaklingar einkennalausir eða einkennalitlir og greinast fyrst þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi.

  Það þarf auðvitað alls ekki að vera að ástæða verkjanna og uppkasta séu vegna endómetríósu og getur læknir skrifað upp á t.d. getnaðarvarnarpillu sem minnkar túrverki.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar