Er venjulegt að vera á fimmtánda ári 167.5 á hæð og 51kg?

184

Er venjulegt að vera á fimmtánda ári 167.5 á hæð og 51kg?


Það er erfitt að segja til um hvað sé venjulegt eða ekki.  Það er svo misjafnt hve stórbeinótt fólk er og hve vöðvamikið þannig að þyngdin miðað við hæðina segir ekki alla söguna.
Samkvæmt þessum tölum ertu frekar létt miðað við hæð og líklega ekki æskilegt að léttast meira.  Ef ég reikna út BMI stuðulinn þinn þá er hann rétt rúmlega 18 og samkvæmt þessum stuðlum er það of létt.   Þetta er þó alls ekkert heilagt og segir ekki endilega til um hvað sé „rétt“ þyngd fyrir hvern og einn.  Sumir eru fíngerðari og þeirra „venjulega“ þyngd er lærri en þeir sem eru grófari eða stæltari.  Ég myndi þó segja að samkvæmt þessu er ekki æskilegt að þú léttist og ættir heldur að vinna í því að bæta aðeins á þig þyngd, t.d. með æfingum eða hollu mataræði.  
Ef þú ert frísk og orkumikil og líður vel eíns og þú ert þá skaltu bara halda áfram því sem þú hefur verið að gera.  En ef þú ert með áhyggjur af þyngdinni, vilt léttast eða þyngjast þá skaltu ræða það við lækni á heilsugæslunni.  Gott að hafa foreldra með í ráðum ef þú treystir þér til að ræða þetta við mömmu eða pabba.
Endilega skrifaðu okkur aftur ef þú vilt spyrja nánar út í þetta, já eða eitthvað allt annað.
Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar