Er vond lykt frá kynfærum eðlileg?

2179

Hæhæ
ég er 17 ára stelpa og er að spá í hversu eðlileg vond lykt (mér finnst hún allavega ekkert sérstaklega góð) frá kynfærum er. Ég hef ekki stundað samfarir þannig þetta er ekki kynsjúkdómur eða neitt þannig og ég er búin að tjekka hvort þetta sé sveppasýking sem þetta er ekki en ég bara veit ekki hvort þetta sé óhreinlæti (fer í sturtu á 2-3 daga fresti), óheppilegt líkamseinkenni eða bara ósköp venjuleg lykt. Ég basically veit ekki neitt og kvensjúkdómalæknirinn var ekki mikil hjálp. Svo er ég líka svo hrædd um að í fyrsta skipti sem ég stunda samfarir þá verði þetta sjúklega mikið turnoff fyrir strákinn eða eitthvað (semsagt ef þetta er óvenjulegt). AHH ég er svo ráðvillt.

Ég hef bæði lesið að píkan þín eigi alls ekki að lykta illa og ef hún gerir það þá er eitthvað að en líka að hún lykti ekkert ógeðslega en samt ekki vel. Þannig ég skil ekki neitt.

Ég finn líka alveg stundum lyktina þegar ég er bara að chilla heima í ákveðnum stellingum (í gegnum föt semsagt) Það hljómar t.d. ekki eðlilega. Ég finn hana samt alls ekki alltaf og ég er nokkuð viss um að enginn annar finni hana.

Plís hjálp 🙂

p.s. ég setti ekkert netfang þannig væri næs ef þið gætuð bara birt þetta á vefnum.

Flott að þú sért búin að fara til kvensjúkdómalæknis…þó þú segir að það hafi ekki verið mikil hjálp í því…en það merkir þá að ekkert hafi fundist athugavert.

Það er flott að þvo sér daglega að neðan, þú nefnir sturtu á 2-3 daga fresti en kannski gætir þú þurrkað þér að neðan með blautklút eða þvottapoka á hverju kvöldi.  Það myndi strax hjálpa.

Ef það er ekki kláði eða mjög sterk lykt og útferð þá er þetta í lagi.  Það er persónubundið hve mikið eða hvort eðlileg útferð lyktar.  Lyktin getur líka breyst eftir því hvar þú ert í tíðarhringum, stýrist af hormónum, einnig getur haft áhrif hvað þú borðar eða drekkur.  Gott að drekka nóg af vatni.  Ég ráðlegg þér að prufa að þvo þér aðeins oftar með hreinu vatni, ekki nota sápu, td.á kvöldin og skipta um nærföt daglega.

Endilega hafðu samband aftur ef þú vilt spyrja meira.  Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar