Erfitt að velja nám

467

Hæ.

Ég er að fara að klára nám í framhaldskóla og að fara að útskrifast. Sterkasta greinin mín hefur alltaf verið stærðfræði og maður er að hugsa hvort maður ætti nokkuð að verða stærðfræðingur. En nú þegar maður er farinn að leita um það, þá veit maður ekki alveg 100% hvað maður myndi þá vera að gera, eða hvaða nám maður ætti að taka, eða skólann til að fara í það?
Svo ég ætlaði að gá hvort maður getur fengið svar við þessari spurningu, hvað gerir stærðfræðingur, hvaða vinnu fengi maður þeð það hérna á Íslandi, og hvar væri best að fara í nám fyrir það?

Takk :D.

Hæ hæ og takk fyrir spurninguna

Fyrir það fyrsta, til hamingju með að vera að klára framhaldsskólann og einnig með að vera búinn að finna út þína sterkustu grein. Stærfræðingar vinna alls kyns vinnu bæði hér á landi sem og erlendis. Það góða við „tungumálið“ stærðfræði er að það er svipað um víðan heim svo möguleikarnir á að prófa að færa sig á milli landa eru alveg fyrir hendi. Hér á Íslandi starfa stærðfræðingar til að mynda í bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, í tryggingageiranum, hjá tölvuleikjaframleiðendum, við rannsóknir og Íslenskri erfðagreiningu svo fátt eitt sé nefnt, en möguleikarnir eru enn fleiri. á Vísindavefnum má lesa aðeins um það hvað stærðfræðingar gera, sjáðu hér: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=22296

En hvar þú ættir að finna rétta námið fyrir þig er eitthvað sem þú verður að skoða hjá sjálfum þér, hvar þig langar að vera og fleira. Þú getur alltaf talað við námsráðgjafa í þeim skólum sem þú hefur áhuga á og mælum við eindregið með að þú gerir það. Svo er líka alltaf hægt að kíkja á opna daga í skólum þar sem verið er að kynna hverja námsbraut fyrir sig og vera svo bara duglegur að spyrja og vera forvitinn. Mundu samt að það er ekkert sem segir að það megi ekki breyta um skoðun ef þú finnur á leiðinni að þú sért ekki á réttum stað.

Gangi þér ofsa vel

Tótalkveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar