Hæhæ var að spá hvort það væri einhver ráð við feitri húð og húðlykt sem kemur frekar sérstök lykt eru til lyf við þessu eða einhver góð ráð við þessu til að.losna við þessa lykt kemur eftir að maður hefur svitnað en er samt ekki svitalykt góð ráð vel þegin takk fyrir
Hæ
Ég er ekki viss hvernig lykt þú átt við og hvaðan hún kemur. Ef það kemur vond lykt frá fellingum t.d. í nára eða á maga eða eitthvað þannig þá gæti þurft að tékka á að ekki sé sýking, sár eða roði til staðar sem þarf að meðhöndla. Ef við erum að tala um almenna líkamslykt þá getur hún verið allskonar, bakteríuflóra einstaklinga er misjöfn og því misjöfn líkamslykt, bæði einstaklingsbundið og líka eftir því hvaða líkamspartur á við, t.d. er oft meiri svitalykt undir öðrum handakrikanum..og er það alveg eðlilegt.
Það sem við setjum í kroppinn getur haft áhrif, s.s. ýmiss krydd og bætiefni, tóbak. Þetta getur allt smitast út í líkamann og breytt lykitnni. Það hjálpar að drekka nóg af vatni, það minnkar líkur á að lyktin verði sterk. Einnig almennt hreinlæti auðvitað, dagleg sturta. Það má þó taka fram að líkamslykt getur verið sjúkdómseinkenni og því ráðlagt að ræða við lækni til að útiloka það ef þér finnst lyktin þín áberandi og/eða óeðlileg. Það geta þá verið sýkingar eða sjúkdómar tengdir hormónastarfseminni, s.s. sykursýki, of- eða vanstarfsemi skjaldkirtils ofl. sem hægt er að finna út með blóðprufu.
Ég ráðlegg þér að byrja á því að panta þér tíma hjá heilsugælsulækni, ræða einkennin þar og fá úr því skorið hvort þetta sé sjúkdómseinkenni. Ef ekki þá huga að mataræði og vatnsdrykkju. Hjálpar örugglega að halda bakteríuflórunni góðri með því að taka inn Acedophilus.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?