Eru líkur á óléttu ef ég hef aldrei farið á túr?

286

Ef eg stunda kynlíf en ekki á pilluni og ekki með smokk og hef aldrei farið á blæðingar eru þá líkur um óléttu ?

Og er eðlilegt að vera á 19 ári og  ekki byruð á túr ?

Já það er séns á óléttu þó þú sért ekki byrjuð á blæðingum.  Þú veist ekki hvenær egglos verður, blæðingar byrja ekki fyrr en egglos hefur átt sér stað þannig að þú getur ekki sagt til um hvenær það gerist.  Ég ráðlegg þér að taka alls ekki sénsinn á því. 

Það er fremur seint að vera ekki byrjuð á blæðingum 18 ára.  Það þarf þó ekki að vera að nokkuð sé að hjá þér fyrir því.  Það er margt sem getur haft áhrif.  Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá kvensjúkdómalækni þar sem þú ert farin að stunda kynlíf.  Þá er bara fínt að fá tékk á að allt sé ok og ræða málin varðandi getnaðarvarnir og varnir gegn kynsjúkdómum. 

Þú finnur margar kvensjúkdómalækna t.d. hjá Domus Medica, Læknastöðinni og Lækningu í Lágmúla.  Biðlistar hjá kvensjúkdómalæknum eru mislangir, hringdu bara og tékkaðu á hvar þú kemst að sem fyrst.  Það skiptir máli að hugsa vel um heilsuna og þetta er eitt af því sem þarf að taka ábyrgð á þegar byrjað er að stunda kynlíf, -passa upp á kynheilbrigði.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar