Eru minni líkur á þungun ef maður er með stuttan lim?

234

Eru minni líkur á þungun ef maður er með stuttan lim? Ég er að tala um 8 cm´
í fullri reisn  Við hjónin erum búin að reyna í nokkur ár. Allt annað er í lagi.

Nei stærðin hefur ekki áhrif þarna.  Þó að typpið sé ekki langt þá er sáðlátið nógu kröftugt til að komast alla leið.  Það gæti þó hjálpað að hún sé á bakinu þegar þið hafið samfarir, s.s. ekki ofan á.  Það kemur í veg fyrir að sæði leki út og leki heldur inn á við.  Gæti haft eitthvað að segja og jafnvel að konan liggi á bakinu með rassinn ofan á kodda í smá stund eftir á.  Sakar amk. ekki.

Ef þið hafið rætt við lækni og látið skoða sæði, magn og gæði og hennar eggjabúskap og allt er ok þá er víst lítð annað í stöðunni en að halda áfram að reyna.  Þú getur alveg sleppt því að hafa áhyggjur af því að limastærðin sé að skemma fyrir ykkur.

Góðar upplýsingar um frjósemina á www.tilvera.is

Gangi ykkur vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar