Eymsli og sviði í typpi

4293

Er búinn að vera með eymsli og sviða í typpinu og þá aðallega forhúð síðustu 4 daga og mér fynnst það vera smá þrútið. Tók síðan eftir því í morgun þegar ég bretti upp á forhúðina að það virtist vera eitthvað sem var að flagna innan á forhúðinni og yfir kónginum.

Ég hef einungis stundað óvarið kynlíf með maka síðustu mánuði. Er þetta algengt  vandamál sem að gengur yfir eða ætti ég að leyta mér læknisaðstoðar.

Ef það er einhver séns á kynsjúkdómi þá verður þú að fara í tékk til læknis.  Þú getur pantað þér á göngudeild húð-og kynsjúkdóma eða pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni þinni.  Einfaldast er að fara í Chlamydíupróf ef til þess þarftu bara að skila inn þvagprufu.  Getur fengið símatíma hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni til að græja það. 

Þesssi einkenni sem þú lýsir gætu verið sveppasýking og við því færð þú krem í apótekinu, Pevaryl eða Daktacort.  Það er mikilvægt að maki þinn noti kremið líka ef þú heldur að þetta sé sveppasýking.  Annars getur þú smitast aftur, það er alveg óhætt að prófa að bera það á og sjá hvort það hjálpar.  Þetta gæti mögulega gengið yfir að sjálfu sér.  Húðin getur brugðist við t.d. nuddi eftir þröngar buxur eða óhreinindi sem komast undir forhúð og valda bólgu eða eymslum sem eru ekkert hættuleg, bara óþægindi, þannig ætti að ganga yfir á nokkrum dögum.   Þannig að ef þetta lagast ekki á nokkrum dögum eða versnar þá verður að meta það hjá lækni hvort þú þarft meðferð. 

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar