fann ekki leggöngin

  367

  hæ ég er 16 ára og hef haldið mjög lengi að leggöngin min seu lokuð vegna þess að eg fann aldrei „innganginn“ fyrr en fyrst núna og ég gat aldrei notað túrtappa því eg hreinlega kom honum ekki inn út af sársauka, og núna kem ég bara einum putta inn. ég veit ekki hvort að þetta sé eðlilegt því mér finnst vont þrgar puttinn er að fara inn en ekkert vont að hafa hann inni og nú á ég kærasta sem ég er alveg tilbúin að stunda kynlíf með en ég held að ég sé bara allt of þröng, er þetta eðlilegt?

  Hæhæ,

  Það geta verið margar ástæður fyrir því að leggöngin virðast þröng og konur finni til við samfarir eða sjálfsfróun. Þetta á sér oftast alveg eðlilegar skýringar. Stress getur verið einn áhrifaþátturinn, við það að hafa áhyggjur af sársaukanum verður spenna í leggöngunum sem valda því að þau þrengjast. Það er góð leið að prófa sig áfram og læra á sinn líkama fyrst, slaka á og hafa gaman að þessu. Einnig að vera meðvituð um að þú stjórnir ferðinni og látir vita þegar kærastinn þinn á að stoppa osfrv þegar þið byrjið að stunda kynlíf ef það er einhvað sem þú vilt. Forleikur er gríðarlega mikilvægur og hjálpar það að maður slaki á og njóti. Þú getur einnig prufað að nota sleipiefni það gæti hjálpað. Ef þessi ráð hjálpa ekki geturu pantað tíma hjá kvensjúkdómalækni og látið skoða þig. Vonandi hjálpar þetta annars máttu alltaf senda okkur línu.

  Kærar kveðjur,
  Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar