Fékk bolta í punginn

251

Sæl, ég fékk bolta í punginn á miklum hraða þegar ég var með félugunum í fótbolta fyrir 3 dögum og ég er kominn með risastóran fjólubláan marblett sem nær næstun yfir allan punginn. Ég er frekar aumur þarna og finn fyrir óþægindum.

Hvað verður þetta lengi? er ektthver hætta að ég sé ófrjór útaf þessu? Hvernig get eg chekkað á því?og hvert á ég að leita? Er það bara heilsugæslustöðin í hverfinu??( fæ reyndar ekki tíma þar fyrr en eftir 2 vikur)

Kv einn sma stressaður

Já þú getur farið á heilsugæsluna í hverfinu, ef þú ert stressaður og finnur til þá skaltu bara fara á læknavaktina þar sem er seinnipartinn alla virka daga.  Þú gætir einnig fengið tíma hjá vakthjúkrunarfræðing sem er við alla virka daga frá 8-16.  Þar gætir þú fengið aðstoð við að meta það hvort liggur á að fá læknisskoðun eða hvert sé best að leita í framhaldinu ef þörf er á.  Fáðu endilega aðstoð sem fyrst, þetta er viðkvæmt svæði og betra að taka enga áhættu með heilsuna.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar