Ferðalög

65

Hæ. Hvar get ég fundið hvað það kostar að fara til Danmerkur eða Spánar í 2 – 3 vikur? Það er flug, gisting og gjaldeyrir sem maður þarf. Líka hvað kostar að fara í 2 – 3 vikur í ferðalag innanlands og gista á tjaldsvæðum? Ég er að spá í þessu svo að ég geti safnað fyrir svona ferðalagi.

Kveðja, Ragnhildur.

Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Kostnaður á utanlandsferð er oft meiri heldur en maður gerir sér grein fyrir. Varðandi þína ferð er mikilvægt að skipuleggja hvern lið ferðarinnar vel. Flug, gistingu, mat og drykki ásamt öllu öðru skemmtilegu sem hægt er að gera á Spáni og í Danmörku. Flugin til Danmerkur eiga það til að vera aðeins ódýrari heldur en flugin til Spánar. Hins vegar er dýrara að vera í Danmörku heldur en á Spáni. Gisting er stór hluti kostnaðarins svo ef þú vilt spara eru hostel eða húsaskipti sniðug. Utanlandsferð í 2-3 vikur gæti kostað þig allt frá 200.000 isk-500.000 isk. Það fer allt eftir því hvað þig langar að fá út úr ferðalaginu.

Innanlandsferðir ættu að vera ódýrari en utanladsferðir. Þá þarf að íhuga bensínkostnað, búnað í ferðalagið, tjaldsvæði, afþreyingu og mat og drykki. Allt saman er þetta fljótt að telja. Það má miða við að nóttin á tjaldsvæði fyrir einn fullorðin er í kringum 2.000 isk. Aðalmálið þegar farið er í svona ferðalög er að skipuleggja sig vel og skoða hvern þátt fyrir sig í ferðalaginu og hvað allt kostar. Þá er hægt reikna sirka heildarupphæðina saman. Síðan er alltaf gott að eiga smá varasjóð ef eitthvað færi úrskeiðis í ferðinni.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar