Finna Styrkleikann minn

  107

  Hææ,
  Ég er búin að vera að spá í hvernig hægt sé að finna styrkleikann sinn í hvaða námi maður er bestur í og ef það er eitthvers konar könnunn til að hjálpa manni með það hvernig gerir maður þá það?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það er hægt að fara í styrkleikagreiningu hjá markþjálfum og er það þá mjög ítarleg greining. Sumir námsráðgjafar bjóða einnig upp á slíka greiningu og getur verið sniðugt að byrja þar.

  Hér er svo ókeypis styrkleikakönnun á netinu sem þú getur skoðað. Þú getur lesið meira um hvernig hún virkar á vefsíðu Háskóla Reykjavíkur.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar