Finnst erfitt að fróa mér og finnst ég vera með of lítil brjóst.

539

Hæ hæ tvær spurningar,

Ég var að pæla… sko þegar ég er að fróa mér og er alveg blaut og allt það og ætla svo að nota puttana þá kem ég bara einum inn og ef ég reyni að setja tvo er það bara vont því ég er greinilega þröng. Hef aldrei notað túrtappa ef það skiptir einhverju. Hvað get ég gert?

Önnur pæling. Er með vel lítil brjóst sem mér finnst allt í lagi en annað er samt alveg mikið minna en hitt og það sést mjög vel sérstaklega þar sem ég er með mjög lítil brjóst. Er 16. Mun þetta eitthvað breytast?

Takk fyrir góðar spurningar.  Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af því þó þú virðist með þröng leggöng. Þau teygjast, það hjálpar að blotna og vera örvuð en hjálpar líka að slaka vel á.   Þú skalt bara halda áfram að æfa þig og fara hægt og rólega.  Ef þú verður stressuð eða hrædd við að meiða þig þá spennast leggöngin saman og þá gengur erfiðlega að koma fingri/fingrum inn.  Því er mikilvægt að ekki troða og fara hægt og varlega. Vona þetta hjálpi þér eitthvað.

Varðandi brjóstin þá gætu þau breyst mikið.  En það er ekki víst.  Fáar konur eru með nákvæmelga jafnstór brjóst og brjóstin eru ekki eins.  Brjóstin þín gætu enn átt eftir að þroskast eitthvað.  Einnig breystast þau ef þú fitnar eða grennist, hormón hafa áhrif, þannig að ef þú tekur pilluna gætu brjóstin eitthvað breyst.  Einnig breystast þau mjög mikið ef þú verður ólétt.  Það má segja að brjóst kvenna séu að breystast allt lífið.
Ef munurinn á brjóstunum er mjög mikill og það truflar þig mikið þá getur þú rætt það við lækni og skoðað hvað gæti hjálpað. 

En þú skalt hafa í huga að enginn tekur eins vel eftir þessu og þú sjálf.  Þannig að þó þú upplifir mikinn mun þá er ekki víst að aðrir taki nokkuð eftir því.

Gangi þér vel.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar