Fjarnám á Haustönn

  37

  Hæhæ, ég er að spyrja um hvernig fjarnám virkar að vetri til eða haustönn og vorönn, er maður þá á virkum dögum í tölvunni á vissum tímum eða er það bara sami tími og krakkarnir byrja tímar að morgni til í framhaldsskólum og mætum við á vissum tímum í tímanna?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Fjarnám er nám óháð stað og stund svo allir hafi möguleika á að mennta sig. Fjarnám er oftast þannig að þú getur stjórnað eigin tíma og þarft ekki að „mæta“ á einhverjum ákveðnum tíma. Fyrirlestrar eru teknir upp svo hægt sé að horfa/hlusta á þá þegar þú hefur tíma. Fjarnám krefst mikils sjálfsaga.

  Við mælum með að þú talir við skólann þinn til að vera viss um hvernig fyrirkomulag fjarnámsins er þar.

  Gangi þér vel.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar