Fjarsamband í nokkra mánuði

452

Hæhæ!
Ég var að spá ég er að tala við stelpu sem býr í útlöndum (við erum buin að vera vinir i nokkur ár en erum orðin nánari nuna, buin að hittast mikið þegar hun er á landinu) en hún er mjög líklega að fara flytja heim til Íslands eftir nokkra mánuði, málið er að ég er mjög hrifin af henni og hun af mer en er það allveg að virka svona fjarsambönd í nokkra mánuði?
Eg er 18 ára og hún er 17 ára ef það hjálpar eitthvað 🙂

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Fjarsambönd geta auðvitað verið krefjandi því auðvitað vill maður vera á sama stað og ástvinir sínir. Fjarsamband í nokkra mánuði ætti ekki að vera flókið, sérstaklega með allri þeirri tækni sem við höfum í dag. Ef fólk vill virkilega vera saman þá virkar svona hiklaust og þessir mánuðir verða vonandi bara fljótir að líða.

Gangi þér/ykkur vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar