Flokkar maður álpappír með plastí?

  305

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Álpappír er flokkaður með málmum en ekki plasti.

  Álpappír flokkast þá með niðursuðudósum, álboxum undan sprittkertum, töppum af glerflöskum, málmlokum af krukkum, rafmagnsvírum og öðrum slíkum smáhlutum þar sem málmurinn er í meirihluta.

  Málmum er skilað á endurvinnslustöðvar eða sett beint í svörtu tunnuna (ekki í poka).

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.

   


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar